Svartbaunabuff frá Móður Náttúru

Í dag 5 júli er sannkallaður  gleðidagur hjá okkur í Móður Náttúru!

 

 

Við kynnum til leiks nýja vöru Svartbaunabuff , okkur finnst það einstaklega vel heppnað sem og þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa smakkað. Svartbaunabuffið hentar afar vel sem grænmetisborgari.

Við erum líka búin að betrumbæta uppskriftina af Kjúklingabaunabuffunum og setja þau í nýjar fallegar umbúðir.

Við erum að endurhanna vörulínuna okkar og umbúðir svo bráðlega munu fleiri spennandi nýjungar verða í boði  frá Móður Náttúru.