UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

 • Eldhús Landspítalans hefur verið að nota vörur frá Móðir náttúru undafarin ár. Gæði þjónustunar og vörurnar eru með því besta sem gerist á markaðnum og höfum við átt mjög góð samskipti við Móðir náttúru. Hafa þau verið mjög öflug í framleiðslu á grænmetisréttum fyrir stóreldhús eins og við rekum.

  Sigvaldi H. Ægisson Innkaupastjóri eldhúsrekstrar LSH
 • Hamborgarabúlla tómasar hefur haft grænmetisborgara á matseðlinum í 11 ár. Fyrsta árið notuðum við portóbeló svepp en þar sem þeir eru svo misjafnir þá fórum við að leita eftir betri kosti. Á endanum duttum við niður á grænmetis buff frá móður nátúru. það samstarf
  hefur nú staðið yfir í um 10 ár og hefur verið farsælt. Staðfastar grænmetis menneskjur koma
  reglulega og jafn vel þeir sem ekki hafa neinn sérstakan áhuga á grænmeti fá sér öðru hvoru grænmetisborgara af því þeir eru bara svo góðir. Búllan er með útibúi í nokkrum löndum þar sem við notum grænmetis buff sem við finnum í hverju landi fyrir sig en engin þeirra eru jafn góð og buffin frá móðir náttúru.
  Tommi Hamborgarabúlla Tómasar
 • Réttirnir frá Móður Náttúru eru í miklu uppáhaldi.
  Þeir gera mér kleift að borða alltaf nærandi og
  bragðgóðan mat, líka þegar ég hef ekki tíma til að
  elda. Ég fæ vatn í munninn bara við að sjá lógóið.
  Sólveig Eiríksdóttir Gló
 • Við elskum matinn frá Móður Nátturu og
  kærleikann sem umlykur allt og skilar sér svo
  vel til okkar sem erum svo heppin að neita
  vörunnar. Með þakklæti fyrir að börnin elska
  matinn frá Móðir Náttúru og við öll.
  Jensína og Matthildur Hermannsdætur Laufásborg