Móðir Náttúra eldar hollt fyrir börnin á Laufásborg

.laufásgamla (2)skólamatur

 

 

Í upphafi skyldi endinn skoða

Nú hefur Móðir Náttúra tekið að sér að sjá um heitan hádegismat fyrir leikskólann Laufásborg.  það er einmitt þar sem sem hugmyndin af fyrirtækinu kviknaði fyrir 15 árum síðan. Einn daginn þegar Valentína sem var matráður þar var að búa til grænmetisbuff handa krúttunum, hugsaði hún með sér, afhverju hún gæti ekki keypt tilbúin íslenskan heilsumat fyrir skólann, henni var mjög umhugað um að elda hollt  fyrir börnin. Þarna var litlu fræji sáð og hugmyndavinna að fyrirtækinu fór á flug.

Í dag er Móðir Náttúra  leiðandi í framleiðslu á heilsusamlegum matvörum  og grænmmetisbuffinn okkar vinsælu seljast sem aldrei fyrr.

Við eldum nú fyrir Landakotsskóla, Ísaksskóla og Laufásborg samtals um 500 nemendur í dag fengu þau einmitt grænmetisbuff,bakaða kartöflubáta ítalska sósu og brokkolisalat með ruccola og balsamicdressingu. Alveg eins og á Laufásborginni forðum svona er nú lífið fallegt í einfaldleika sínum