UPPSKRIFTIR

AÐALRÉTTIR

Bagar Baingan

Þessi réttur ættaður frá indverska veitingahúsinu Rasa sem er í London.

Hráefni:

2 Eggaldin, skorin í 2,5 cm teninga sett í salt vatn og látið liggja í 30 min Skolað og þerrað. 1 msk malað korianderfræ ¼ tsk rautt chilliduft 3 msk olia 1 laukur grófskorin 2 stk græn chilli 200 ml hrein jógúrt 30 gr kókosmjöl 1 tsk svört sinnepsfræ 10 karrýlauf (fást í austurlenskum búðum) 25 gr ósaltar cashewhnetur 2 msk matreiðslurjómi Salt

Aðferð:

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið laukinn og græna chiliið þar til laukurinn brúnast. Takið af hitanum og látið kólna. Setjið það síðan í matvinnsluvél ásamt malaða kóríanderinum, chilidutftinu, kókosmjölinu og jógúrtinu. Maukið allt vel saman. Hitið 2 msk af olíu í víðum potti, setjið sinnepsfræin og karrýlaufið út í. Þegar sinnepsfræin byrja að poppa, bætið þá eggaldinu saman við, saltið og steikið í ca 10 mín þar til eggaldinið er orðið fallega brúnt og byrjað að mýkjast. Bætið lauknum og kryddsósunni út í pottinn og látið krauma á lágum hita í ca 10 mín. Setjið cashewhneturnar og matreiðslurjómann í matvinnsluvél og maukið saman svo úr verði mjúkt krem. Eggaldinrétturinn er borin fram í skál með cashewrjómanum yfir. Gott er að bera fram með réttinum basmatihrísgrjón, naanbrauð og sterkt chutney.

Cazuela pottréttur frá Móður náttúru í Taco skel

Borið fram með salati og avocado mús.

Hráefni:

4 Tacoskeljar 350 gr. Cazuela pottréttur frá Móður Náttúru 2 tómatar fínt skorin ½ rauðlaukur fínt skorin 100 gr. sýrður rjómi 10 svartar ólífur sneiddar 1 msk jalapenos saxað Rifinn ostur

Aðferð:

Raðið tacoskeljum í eldfast mót setjið cazuela í skeljarnar . Dreifið yfir tómötum og rauðlauk, setjið slettu af sýrðum rjóma ofan á hverja skel. Stráið olífum og jalapenos yfir og að lokum rifnum osti . Bakað í ofni í 20 mín

Grænmetissúpa

Hráefni:

Olía 1 laukur sneiddur 1 hvítlauksrif saxað 2 sellerístilkar sneiddir 1-2 gulrætur sneiddar 3 kartöflur í bitum 2 ltr vatn 4 grænmetisteningar ½ dl hýðishrísgrjón 1 dl steinselja söxuð 1 ds niðursoðnir tómatar Safi af nýrnabaunum ½ ds niðursoðnar nýrnabaunir Svartur pipar

Aðferð:

Steikið lauk og hvítlauk í potti , bætið út í grænmetinu og mýkið aðeins. Setjið allt nema baunirnar út í pottinn og látið krauma í 40 mín. Bætið baununum útí og piprið eftir smekk.

Hnetubuff

Hráefni:

Olía 1 hvítlauksrif saxað 15 kóríanderfræ ¼ tsk cummin 1 msk tómatpuré 1 tsk karrý 100 gr salthnetur saxaðar 100 gr blaðlaukur sneiddur salt eftir smekk 200 gr soðnar smjörbaunir 100 gr soðið bankabygg 200 gr soðnar kartöflur

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk og krydd í ca ½ mín. Bætið útí blaðlauk og mýkið hann aðeins. Setjið salthnetur og tómatpuré á pönnuna saltið smá og hrærið öllu saman. Kælið smjörbaunir, bankabygg og kartöflur. Hakkið baunir, bygg og kartöflur saman eða setjið í matvinnsluvél. Hrærið hnetublöndunni saman við með sleif. Mótið buff og veltið þeim uppúr haframjöli og kókos. Steikið á pönnu. Ath! betra er að hafa olíuna vel heita.

Matarmikið bauna salat

Hráefni:

1 vænn rauðlaukur fínt sneiddur 2 tómatar í bitum 200 gr soðnar kjúklingabaunir Grænar strengjabaunir mjög léttsoðnar. ½ dl hvítt balsamicedik 1 dl jómfrúar olía Salt og svartur pipar (bestur úr kvörn) Blandið öllu saman og látið marinerast í í 3 klst eða lengur.

Aðferð:

Áður en salatið er borið fram er bætt út í vænni hrúgu af söxuðu, fersku basil. Einnig grænu salati eftir smekk.

Mild chilibuff með sveppahatti

Hráefni:

4 mild chilibuff frá Móður náttúru Olía 5 sveppir í bátum 1 blaðlaukur sneiddur ½ hvítlauksrif saxað 10 sneiðar kúrbítur Parmesanostur Rifinn ostur

Aðferð:

Raðið chilibuffum í eldfast mót. Hitið olíu á pönnu og steikið allt grænmetið. Saltið og piprið Setjið það yfir chilibuffin og rífið ost og parmesan yfir og bakið í ofni í ca 10 mín

Pizzaleikur

Hráefni:

4 Kjúklingabaunabuff frá Móður náttúru. Pizzusósa Rifinn ostur 3-4 gulrætur sneiddar 3-4 kartöflur sneiddar ½ dl olia 1 hvítlauksrif kramið 1 msk pizzakrydd frá pottagöldrum salt og pipar

Aðferð:

Setjið gulrætur og kartöflur í eldfast mót, blandið saman olíu, hvítlauk og kryddi og hellið olíunni yfir grænmetið og blandið öllu vel saman. Bakið í 20 min við 180°. Takið grænmetið út úr ofninum og raðið buffunum ofan á. Setjið pizzasósu yfir allt saman og síðan rifinn ost. Bakið í 10 mín til viðbótar.

Pönnubrauð

4 stk

Hráefni:

3 dl Spelt (fínt malað) eða heilhveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 msk olía 1 ½ dl AB mjólk

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál hrærið AB mjólkina og olíuna saman hellið vökvanum í skálina með þurrefnunum og hrærið öllu saman . Best er að nota guðs gafflana. Mótið 4 flöt brauð og steikið á heitri pönnu með olíu á. Þetta er einföld og góð uppskrift sem einfalt er að breyta eftir stuði og stemmningu. Gott er að bæta út í deigið t.d. ferskum korinader og hvítlauk eða cashew hnetum, kanil og mable sírópi. Best er að rista cashewhneturnar á pönnu og mala þær. Uppskriftin er líka fín í bökubotn ein stór eða nokkrar litlar. Einnig sem pizzabotn: 2x sinnum uppskriftin + oregano og pipar, flatt út á bökunarplötu og forbakað í ca 5 mín 180°.

Sveppasúpa

Hráefni:

1 pakki blandaðir þurrkaðir villisveppir. 2 msk smjör ½ pk sveppir sneiddir ½ tsk paprikuduft 2 teningar grænmetiskraftur 1 ltr heitt vatn 1 ltr matreiðslurjómi ½ tsk timjan Þykkt með sósujafnara salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Leggið villisveppina í bleyti í volgt vatn í 15 mín. Sigtið vatnið frá. Bræðið smjörið í potti sejtið sneidda sveppina útí og látið þá brúnast aðeins. Kryddið með paprikudufti. Hrærið grænmetiskraftinn út í heitu vatni og hellið því í pottinn. Sjóðið saman með sveppunum í 5 min. Bætið við rjóma, villisveppum og timjan. Látið malla í 5 min. Þykkið með sósujafnara og saltið og piprið eftir smekk.

Sveppaturn með fyllingu

Hráefni:

Baunafars olía til steikingar 1 skalotlaukur smátt skorin 1 hvítlauksrif smátt skorið 1 sellerístöng smátt skorin 1 msk smjör 1/2 pk sveppir í sneiðum 1 tsk grænmetiskraftur 1/2 tsk timjan paprikuduft svartur pipar 1 bolli soðið bankabygg 2 bollar soðnar kjúklingabaunir 2 msk brauðrasp Sveppafylling 1 msk smjör 1/2 pk sveppir í sneiðum 1 sellerístöng smátt skorin 3 tsk möndlusmjör 1 msk sítrónusafi 1/2 tsk timjan paprikuduft salt pipar

Aðferð:

Baunafars Hitið olíu í potti og setjið skalotlauk, hvítlauk og selleri út í. Steikið í ca þrjár mínútur. Bætið smjöri, sveppum, grænmetiskrafti, timjani og paprikudufti út í og látið malla í ca fimm mínútur. Piprið eftir smekk. Setjið baunir og bygg út í. Hrærið vel saman. Látið allt í matvinnsuvél og maukið. Bætið brauðraspi út í og kælið. Sveppafylling Bræðið smjör í potti og brúnið sveppina, bætið út í sellerí, möndlusmjöri og kryddi. Hrærið saman í u.þ.b. eina mínútu. Skiptið baunafarsinu í átta hluta og mótið úr þeim buff. Setjið sveppafyllingu á fjögur buff en lokið með hinum. Mótið svo úr verði litlir turnar. Veltið upp úr möndluspæni. Penslið með smjöri eða olíu. Bakið í ofni í ca 10-15 mínútur við 180 C.

Þykk grænmetissúpa

Hráefni:

8 dl vatn 2 gulrætur 5 kartöflur ¼ haus blómkál 2 tsk grænmetiskraftur 1 dl rjómi 1 msk steinselja 1 msk timian 1 msk blaðlaukur salt pipar

Aðferð:

Flysjið og brytjið grænmetið og sjóðið það í vatninu ásamt grænmetiskrafti í 25 mín. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjómanum útí ásamt steinselju, timian , blaðlauk og parmesanosti. Látið súpuna malla í ca 5 mín. Saltið og piprið eftir smekk

MEÐLÆTI

Melónusalsa

Hráefni:

1 bolli vatnsmelóna skorin í bita 2 vorlaukar fint sneiddir ½ bolli kókosflögur ½ msk cumminfræ 1 msk engifer saxað 1 bolli grænar baunir (frosnar afþýddar) Sítrónusafi Salt og pipar Ristið cumminfræ og kókosflögur á vel heitri pönnu í ca 1- 2 mín passa vel að það brenni ekki. Öllu blandað saman.

Eplachutney

Hráefni:

2 msk olía eða ghee (skýrt smjör) ½ cummenfræ ½ koríander ½ fennelfræ 6 græn epli flysjuð, steinhreinsuð og skorin í þunna bita 2 msk hlynsíróp ¼ tsk malað muskat ¼ tsk kanill ¼ tsk kardemommuduft ¼ tsk chillipiparduft ¼ b appelsínusafi ¼ b ristaðar valhnetur ¼ b kókosflögur

Aðferð:

Hitið olíu í potti og ristið cummen,koríander,og fennelfræ þar til þau byrja að taka lit. Setjið allt hráefnið nema kókosflögur og valhnetur útí pottinn. Látið malla við vægan hita í 40 mín. Að lokum er kókosflögum og valhnetum bætt útí.

Avocadomús með ruccola

Hráefni:

1 Avocado 2 msk ferskt kóriander 1bolli ruccola salat 1 dl appelsínusafi 1msk sítrónusafi salt pipar 1 msk rauðlaukur fínt saxaður

Aðferð:

Setjið allt í matvinnsluvél nema laukinn og maukið vel. Blandið lauknum saman við.

Heit tómata sósa

Passar vel með grænmetisbuffum frá buffum frá Móður náttúru

Hráefni:

Olía 1 meðalstór laukur 1 hvítlauksrif 2 ds niðursoðnir tómatar 2 tsk tómatpúré 1 dl rauðar linsur 2 dl vatn ½ rauð paprika í bitum 20 basil blöð 2 msk söxuð steinselja Svartur pipar Salt ef vill.

Aðferð:

Hitið olíu í potti og mýkið lauk og hvítlauk í ca 5 mín. Bætið útí tómötum, tómatpuré, linsum og vatni. Látið suðuna koma upp og síðan malla í 30 mín. Setjið síðan papriku, basil og steinselju útí pottinn og sjóðið í 5 min.

Hvítlaukssnúðar

Hráefni:

3 dl heitt vatn 2 dl mjólk 2 msk matarolia 1 pk perluger 500 gr heilhveiti 300 gr spelt 2 tsk sykur 1 tsk salt 1 msk oregano Hvítlaukssmjör ½ dl matarolía 3 hvítlauksrif 100 gr smjör 100 gr hreinn fetaostur 1 msk ítölsk kryddblanda Öllu blandað saman í matvinnsluvél

Aðferð:

Öll þurrefnin eru sett í hrærivélarskál og blandað saman með hnoðaranum. Vökvanum blandað saman og hellt útí . Hnoðað þar til deigið er laust frá skálinni Deigið er látið hefast í skál undir rökum klút á hlýjum stað í 1 klst. Þá er því skipt í 2 parta og hver partur hnoðaður létt. Deigið er flatt út og hvítlaukssmjöri smurt yfir það allt. Síðan er því rúllað upp og skorið í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu með bökunarpappír á og bakið í 15 mín við 170°

Tómatsalat

Hráefni:

1 fennikka 4 tómatar 1 dl svartar olífur 1 hvítur salatlaukur ½ bnt steinselja söxuð safi úr einu lime ½ dl olífuolía Salt og svartur pipar

Aðferð:

Skerið grænmetið fallega og blandið öllu saman. Borðið með bestu list og tortillum.
Mangósósa

Frábær með hnetubuffi eða grænmetisbuffum frá Móður náttúru.

Hráefni:

Olía 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 150 gr mangó 1 tsk karrý 1 tsk tómatpuré 1 ds kókosmjólk Ferskt koríander salt

Aðferð:

Hitið olíu í potti Skerið papriku og rauðlauk í sneiðar, skerið mangó í bita og setjið út í pottinn. Látið þetta mýkjast, bætið út í karrý og tómatpuré og hrærið saman. Hellið út í kókosmjólk og koríander, látið malla aðeins saman og saltið eftir smekk.

Sellerímús

Hráefni:

1 sellerírót mjólk smjörklípa smá hvítur pipar salt

Aðferð:

Afhýðið sellerírótina, skerið hana í litla bita og setjið í pott. Bætið mjólkinni út í svo rétt fljóti yfir. Látið sjóða við lágan hita í 30 mínútur. Þegar sellerírótin er orðin mjúk er þessu stappað saman og síðan er smjörinu bætt við. Saltað og piprað eftir smekk. Best er að mauka þetta saman í matvinnsluvél.

Tómat og paprikusósa

ættuð frá miðjarðarhafinu. Frábært meðlæti með grænmetisbuffum.

Hráefni:

Fyrir ca 4 Olía 1 vænn laukur sneiddur 6-7 tómatar skornir í bita 1 rauð paprikka sneidd 1 græn paprikka sneidd 1 lúka steinselja salt svartur pipar

Aðferð:

Hitið olíu í potti. Setjið laukinn út í pottinn og steikið hann í 5 mín, hrærið í af og til. Bætið restinni af grænmetinu út í pottinn og látið malla saman í 30 mín með lokið á pottinum. Hrærið í með ást og umhyggju. Salt og pipar eftir smekk.

SÓSUR

Majoram feta sósa

Hráefni:

80 gr Fetaostur 80 gr kotasæla ½ dl AB mjólk 4 msk olífuolia 2 msk ferskt majoram

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Gott með tortillas og buffi.

Sinnepssósa

Hráefni:

2 msk olía 4 skarlottulaukar 2 msk Dijon sinnep 1 grænmetisteningur ¼ tsk rosmarin ½ ltr matreiðslurjómi Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

Hitið olíu í potti setjið lauk rosmarin og pipar útí. Látið mýkjast við vægan hita í ca 5 min, Bætið útí grænmetiskraft og sinnepi hrærið saman. Hellið útí matvinnslurjóma og látið suðuna koma upp. Passar vel með hnetusteik, sveppaturn, grískum hleif eða grænmetisbuffi.

EFTIRRÉTTIR

Bananaís

Hráefni:

Frystið 4 banana í sneiðum. Best er að setja þá í plastpoka. ¼ tsk kanil ¼ tsk kardimommuduft 150 ml kókosmjólk Heit berjasósa 1 bolli frosin berja blanda sett í pott og hituð 1 msk mapelsýróp bætt útí Og það var nú allur galdurinn.

Aðferð:

Setjið frosna bananana kanil og kardimommur í matvinnsluvél og maukið aðeins hellið kókosmjólkinni rólega útí. og látið allt blandast vel saman borið fram strax með heitri berjasósu og ristuðum pekanhnetum Bananaísinn þiðnar fljótt því mikilvægt að hann bíði ekki eftir að hann er lagaður. Þó er allt í lagi að geyma hann aðeins í frysti og hræra hann upp áður en hann er borin fram.

Gulrótarkaka

Hráefni:

200 gr hveiti ½ tsk salt 1 tsk matarsódi 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk kanill ¼ tsk múskat 3 egg 100 gr hrásykur 180 ml olía 330 gr gulrætur 2 tsk rifinn appelsínubörkur 25 gr kókosmjöl 60 gr pekanhnetur 100 gr rúsínur

Aðferð:

Blandið saman þurrefnum, þeytið saman egg og sykur og hellið olíu rólega útí, þeytið í ca 5-10 mín. Bætið þurrefnunum útí eggjablönduna og hrærið varlega saman. Að síðustu er rifnum gulrótum og appelsínuberki bætt útí. Bakist við 180° í 45 mín. Í meðalstóru springformi. Þessa köku má gera heilsusamlegri með því að nota til helminga hveiti og heilhveiti og hrásykur í stað púðursykurs. Gott er að nota múslí í stað kókosmjöls, pekanhneta og rúsína. Svo má líka alveg setja súkkulaðirúsínur ef maður er í þannig stuði. Krem 200gr rjómaostur 3 msk flórsykur safi úr ½ appelsínu Gott er að láta kremið stífna aðeins í ísskáp áður en það er sett á kökuna.

Kanilperur eða epli

Hráefni:

3 perur, eða epli afhýddar og skornar í þunna báta. ½ lítri eplasafi 1 msk kanil eða engifer eða hvorutveggja

Aðferð:

Allt sett saman í pott, soðið í ca 10 mín. Berið fram með rjóma, þeyttum eða óþeyttum. Jafnvel vanillu ís.

Ofnbökuð epli

Hráefni:

4 epli 1 dl mapelsyróp 2 dl eplasafi 1 msk kanil ¼ tsk múskat 1 b muldar cashewhnetur

Aðferð:

Eplin eru skorin í báta og raðað í eldfast mót . Eplasafa og mapelsýrópi blandað saman og hellt yfir. Kanil og muskati stráð yfir og bakað með loki í 25 min 170°. Lokið tekið af og cashewhnetunum stráð yfir, bakað í 5-10 min í viðbót eða þar til hneturnar hafa tekið smá lit. Gott með létt þeyttum rjóma .

VÖRUR | MÓÐIR NÁTTÚRA